Flandur um París

Ljósmyndasýningin Flandur um París hefur verið opnuð á kaffihúsinu Bláu könnunni, Hafnarstræti 96 á Akureyri. Þar sýnir Einar Jónsson, blaðamaður og ljósmyndari, mannlífsmyndir frá Parísarborg. Flestar myndirnar tók Einar þegar hann dvaldi í borginni veturinn 2004-2005 en sumar eru aðeins eldri.

Heiti sýningarinnar vísar í hugmyndina um flandrarann (fr. le flâneur), sveimhugann sem ráfar stefnulaust um borgina, virðir fyrir sér mannlífið og uppgötvar eitthvað nýtt og áhugavert á hverju götuhorni. Flandrarinn á sjálfur rætur að rekja til Parísar en hann spratt upphaflega úr höfði franska 19. aldar skáldsins og Parísarbúans Charles Baudelaire og hefur veitt mörgum andans manninum innblástur æ síðan.

Sýningin stendur í fáeinar vikur.

Allir velkomnir. Opið frá morgni til kvölds.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *