Húsgagnahosur – ókeypis uppskrift

Vegna fjölda – já í alvöru fjölda – áskorana kemur uppskriftin af húsgagnahosunum hér á íslensku.

Húsgagnahosur

Efni:Þrefaldur plötulopi .

6 mm sokkaprjónar
Stoppunál

Prjónafesta: Nákvæm prjónafesta skiptir ekki máli þar sem ,,hosurnar” eru þæfðar í kássu. En það er gott að prjóna þær fremur laust til að þær þæfist betur. Svo ef þú prjónar fast þá er ráðlegt að nota að minnsta kosti einu númeri stærri prjóna.

Stærð: ,,Hosurnar” passa á stólfætur sem eru um það bil 3,5 cm á kant, það eru 13 cm hringinn. Það þýðir að hver cm á stólfætinum jafngildir 1 uppfitjaðri lykkju. Svo það er mjög auðvelt að reikna út hversu margar lykkjur þarf fyrir hvaða stærð af stólum sem er. Ef stólfóturinn þinn er t.d 16 cm í ummál þá fitjar þú upp 16 lykkjur.

Um plötulopa

Plötulopinn er notaður þrefaldur í þessu stykki. Þú getur prjónað beint upp úr plötunum eða undið þrjá þræði saman í hnykil.

Fitjaðu laust upp 14 lykkjur og tengdu þær saman í hring. Prjónaðu slétt 20 umferðir.
Úrtaka:
21 umferð: Prjónaðu tvær lykkjur saman út umferð
22 umferð: Prjónaður tvær lykkur saman út umferð.
Nú eru 4 lykkjur eftir.

Slíttu frá og þræddu garnið í gegn um lykkjurnar. Dragðu þær varlega saman. Þá er bara eftir að ganga frá endunum.

Þá ætti hosan að líta svona út :

Þegar þú ert búin að gera eins margar hosur og þú vilt er komið að þæfingunni.

Að þæfa

Hér eru að minnsta kosti tveir möguleikar í boði, að þæfa í vél eða í höndum. Það er að mínu mati miklu auðveldara að þæfa í vél en það krefst þó smá aðgæslu því að vélar þæfa mjög mismunandi mikið. Svo ef þú hefur ekki þæft áður er gott að byrja með stuttu prógrammi og lágum hita (40°) og auka í ef það er ekki nóg.

Það er gott að nota koddaver með rennilás eða eitthvað svipað til að vernda vélina og gamlar gallabuxur til að auka þæfinguna. Hosurnar þurfa að verða virkilega þröngar, svo þröngar að þú rétt getir troðið þeim á fótinn. Þannig tolla þær á, þó að stólnum sé lyft.
Hosurnar líta væntanlega illa út þegar þær koma úr vélinni, allar í klessu og líkjast helst kúluskít en það er ekkert áhyggjuefni.

Það er auðvelt að móta þær á meðan þær eru blautar og það er óhætt að nota þó nokkurn kraft, þæfð ull þolir heilmikið tog og ofbeldi. Það er best að móta þær á stólfætinum, en taka þær svo varlega af og láta þær þorna.
Hosurnar þurfa að þorna alveg áður en þær eru teknar í notkun.

Print Friendly

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>