Painting

This is not a tutorial.

I don’t know anything about painting and I’m not good at it. My husband won’t even let me help him paint anything in our house, but then again he is practically a professional. He is from a family of painters (although he is a musician) and he spent the summers of his youth painting boats and houses, along with his relatives.

I on the other hand am clumsy with a paint brush. I leave blotched uneven areas, and I spill. A lot.

But yesterday I did a little brushwork anyway. My husband was away, and I didn’t want to wait. You see I bought some old untreated shelves for a song at a garage sale in the village and I wanted to surprise him by having them up before he came home.

I treated the shelves with oil and that was easy enough. It’s immensely satisfying, drenching dry wool in oil. It’s like bringing water to a very thirsty person. And it makes such a difference to the look of the wood too.

But then a small box with little drawers fell into my lap. It was a bit worse for wear and frankly a bit smelly too. But it cleaned up nicely and I decided to paint it.

I found some white wall paint in the basement, and some green acrylic hobby paint in my daughters paint box.

I wanted to get, what I would call a Swedish Kitchen Green. It didn’t quite turn out that way, but almost.

I covered every side of the box, and the drawers, as evenly as I could. And although I did spill a bit (and get paint all over my hands) I was much neater that I thought I would be.

When the outside of the box, and the front had got a second round, I painted little dots of the drawers. First I made some flowers, but that was too cutesy for me so I dried them off


And here it is. I put my buttons in it and although it would perhaps be even better with smaller and more numerous drawers, it is a wast improvement from my previous buttons storage, which was the tried and true all buttons showed in one (pretty) tin.Þetta eru ekki leiðbeiningar

Ég veit nánast ekkert um málerí og ég er ekki flink í neinu svoleiðis. Húsbóndinn sér um þá deild á þessi heimili, enda kominn af miklu málaraslekti og nánast atvinnumaður í greininni.

Ég er aftur á móti klaufi með pensil. Ég skil eftir helgidaga (dauðasynd), sulla (næstum því eins slæmt) og er almennt til vandræða, þrátt fyrir góðan vilja.

En í gær mundaði ég samt pensilinn. Húsbóndinn var að heiman og mér höfðu áskotnast ómeðhöndlaðar hillur á bílskúrssölu fyrir slikk. Mig langaði að koma honum á óvart og hafa þær uppsettar og fínar þegar hann kæmi heim.

Ég gluðaði á þær olíu og það var mjög auðvelt.

Það er eitthvað virkilega gefandi við að olíubera þurran við. Nánast eins og að færa mjög þyrstum manni vatn. Og svo verður viðurinn líka strax svo miklu fallegri.

En svo áskotnaðist mér líka mini kommóða. Hún var hálf sjúskuð og það var svolítið vond lykt af henni, en þegar ég var búin að skrúbba aðeins af henni var hún alls ekki svo slæm. Ég ákvað að mála hana.

Ég fann hvíta veggmálningu í kjallaranum og túbu af grænum hobbýlit í málningarkassa heimasætunnar.

Ég reyndi að blanda  Sænskan eldhús grænan. Það tókst ekki alveg, en svona næstum.

Ég þakti alla fleti vel og vandlega (lyktin þið vitið) og reyndi að mála jafnt.

Ég sullaði smá, en alls ekki mikið. Mest á hendurnar, en það náðist auðveldlega af.


Þegar ég var búin með tvær umferðir og allt var orðið þurrt og fínt, skellti ég doppum á tvær skúffur. Fyrst málaði ég blóm, en það var allt of krúttlegt fyrir mig svo ég þurrkaði þau strax af.
Og hér er svo kommóðan litla.

Þetta verður nýja tölugeymslan mín. Það væri auðvitað betra ef hún væri með heldur fleiri og kannski minni skúffum, en þetta er samt mikil framför frá fyrra geymslukerfi, sem var hið margreynda  troða öllum tölunum í eitt (flott) box.

Print Friendly

2 thoughts on “Painting

  1. Harpa Post author

    Takk! Þetta er hræbbillegt frá ikea, held ég allavega. En ég fer helst ekki þangað ef æeg kemst hjá því, svo það er fínt að fá þetta svona „að himnum ofan”.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>