The First Summer Dress

My regular readers will perhaps remember my summer sewing list? No?

Anyway, yesterday I could cross the first item of the list – a very simple summer dress for the little one.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(worn the Icelandic way, with warm leggings and a long sleeved top). You can almost never wear a dress like this here with out at least a t-shirt underneath. But I think it’s cute this way too.

It took me exactly an hour and twenty minutes to finish, from the first measurement, to the last stitch. And that is with a lot of help for the little one. She worked the foot control for the top and bottom hem (standing in from of my chair) and she was quite good and holding an even speed I must say.

She also chose the material herself. She has these four to choose from:
and although she is very partial to pink, she picked the white one with the pink and blue flowers.

She liked them all, and told me that she could use more dresses, and  I could make her more, if I wanted too.

That one has been in my possession for decades. I seem to remember that my mother bought it originally, but I’m not sure.

 

 

I followed this excellent tutorial and the only thing

I added was a little lace at the hem.

Fastir lesendur muna kannski eftir sumar saumalistanum. Ekki?

Í gær gat ég strikað út eitt stykki af listanum. Mjög einfaldan sumarkjól fyrir snúlluna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Saumaskapurinn tók klukkutíma og tuttugu mínútur, með öllu. Og það þó ég hafi fengið heilmikla hjálp frá snúllunni. Hún stjórnaði nefnilega fótstiginu á vélinni (standandi fyrir framann stólinn minn) þegar ég faldaði kjólinn að ofan og neðan.

Hún var mjög flink við að halda jöfnum hraða skal ég segja ykkur.

Hún valdi efnið sjálf. Hún hafði þessi fjögur að velja úr:

og þó hún hallist mjögbleiku, valdi hún það hvíta með bláu og bleiku blómunum.

En hún var mjög hrifin af þeim öllum og tjáði mér að ég mætti alveg gera fleiri kjóla handa sér.

Þetta tiltekna efni hefur verið í minni eigu í áratugi. Það er eins og mig minni að móðir mín hafi keypt það upphaflega, en ég gæti líka hafa gert það sjálf.

 

 

Ég studdist við þessar fínu leiðbeiningar og það eina sem ég bætti við var lítil blúnda við faldinn.

Print Friendly

7 Comments

 1. Flottur kjóll!
  Ég fékk nýlega saumaleiðbeiningabók og ætla mér stærri hluti en einfaldar saumsprettuviðgerðir þegar ég fer aftur út í haust, þar sem saumavélin mín fína bíður.
  Það er raunar Gylfi sem hefur verið afkastamestur í saumaskapnum, hann hefur stytt gardínur og saumað poka og hulsur utan um myndavélar, tónsarpa og kyndla.
  Ég hef aðallega einbeitt mér að því að finna falleg efni hjá Myrorna eða Stadsmissionen og geymi þau þangað til ég kann að sauma almennilega úr þeim.

  • Það líst mér vel á Tinna! Um að gera að byrja bara, það er nóg til af einföldum sniðum, bæði á netinu og í blöðum.

 2. Svala

  Ég kannast við þetta efni og held að það hafi án efa verið í eigu mútter. Getur verið að við höfum átt kjóla eða náttkjóla úr þessu efni?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *