Vintage Dress Rescue

My regular readers might remember the lovely vintage dresses  my friend inherited this summer.

I have taken on the task of restoring them, something I really looks forward to. There is no pressure, I just take one at a time, when I can and feel like it.

I decided to start with this one:

There is nothing wrong with it per se. It’s in very good condition and the rabbit skin at the top is absolutaly beautiful.

It’s very dirty though and frankly more than a little smelly.

 

It has clearly been washed up to the fur trimming at the top, which has resulted in the brown tidal mark you can see on the second picture.

It could probably be cleaned by a fur cleaning specialist, but that it not really practical for a young lady that lives in a place where no such cleaning is available. It is also extremely expensive and might not be good for the delicate vintage fabric.

So I decided to remove the fur trimming, wash the dress thoroughly, and then add some snaps to the trimming so that it can be removed before washing in the future.

I don’t own a seam ripper. I broke mine many years ago and I keep forgetting to buy a new one. The village shop does not carry them and when I’m in the city I always seem to forget them.

But sharp nail scissors are just nearly as good.

The dress is from New York and it’s approximately fifty years old.

Now, the fur trimming is off and the washing is next – wish me luck!


Fastir lesendur muna kannski eftir fallegu gömlu kjólunum sem vinkona mín eignaðist í sumar.

Ég ætla að laga þá til, bæta og breyta því sem þarf. Það verður skemmtilegt viðfangsefni. Á því eru engin tímamörk, ég dútla við þetta þegar mig langar og ég má vera að.

Ég ákvað að byrja á þessum:

Það er ekkert að honum þannig séð. Hann er í mjög góðu standi og kanínuskinnið efst er eins og nýtt.

En hann er mjög skítugur og lyktin er ekki góð.

 

Hann hefur greinilega verið þveginn upp að skinninu, brúnu rendurnar vitna um það.

Það væri væntanlega hægt að hreinsa hann hjá hreinsun sem sérhæfir sig í loðfeldum, en það er ekki raunhæfur kostur fyrir unga dömu sem á heima fjærri svoleiðis fíneríi. Svo er þannig hreinsun afskaplega dýr og auk þess er alls ekki víst að hún færi vel með viðkvæmt gamalt efnið.

Svo ég ákvað að spretta kanínubryddingunni af og þvo kjólinn vandlega. Svo ætla ég að setja smellur á bryddinguna svo það verði hægt að fjarlægja hana fyrir þvott í framtíðinni.

Ég á ekki sprettuhníf. Minn brotnaði fyrir löngu og ég gleymi alltaf að kaupa nýjan í borginni (svona græjur  fást ekki í þorpsbúðinni). En beitt naglaskæri eru næstum eins góð.

Kjólinn er frá New York eins og sjá má og um það bil fimmtugur.

Nú er ég búin að spretta bryddingunni af og kominn tími til að þvo – vonandi gengur það vel!


Print Friendly

4 Comments

  1. Það er nú reyndar þannig að sæmilega sútuð skinn þola vatn, til dæmis þvæ ég leðurjakkann minn í höndunum og hengi svo upp, það rignir líka oft á loðkraga og fleira. Leðurhreinsanir nota vatn enda erfitt að hugsa sér þrif án þess. Svona gamalt skinn getur á hinn bóginn verið farið að morkna svolítið svo að ekki er líklega rétt að ofbjóða því.
    Flottir kjólar.

  2. Já, það er örugglega rétt hjá þér. En kjóllinn er hrikalega skítugur, sérstaklega að aftan, og ég er nokkuð viss um að hann hefur verið þveginn upp að skinninu en ekki hærra. Þessvegna ákvað ég að taka það af og setja smellur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *