Vintage Dress Rescue – part two

You remember this dress right?

The one I was cleaning and altering a bit?

Right.

I took of the rabbit fur lining and washed the dress. It was really dirty, even dirtier than it looked.

 

I tried washing it very gently in tepid water, but that had almost no effect on the seemingly ingrown dirt. So I had use a little warmer water (but not really warm) to get things moving so the speak. I tried to be as gentle as I could, the satin lining seems robust enough, but the sheer crepe fabric is very delicate.

So delicate in fact, that it shrank quite a bit in the wash, even though I was very careful.

 

I did not manage to remove the brown tidal marks completely, but they are much lighter and thinner than they were and they should disappear under the skin lining.

 

The shrinking of the skirt is not a big problem. Young ladies of today are not as concerned about skirt length and girls once were so I just shortened the lining accordingly.

The lining creased considerably in the wash – amazingly even – because it was hand washed, the water was very gently squeezed out and it  was line dried in a light breeze.

The creases are easily ironed out. I did not iron the lining completely since the dress is going to be mailed (and hence creased again).

When I started to sew the snaps in the fur lining I realized I only have four (I need about ten or so). It was just after the village shops closing time so the last stitches have to wait until Monday.

Þið munið eftir þessum kjól, er það ekki?

Kjólnum sem ég er að þvo og breyta smávegis?

Einmitt.

Ég spretti skinnbryddingunni af og þvoði kjólinn um daginn. Hann var enn skítugri en hann sýndist.

Ég reyndi að þvo hann í ylvolgu vatni, en það hreyfði alls ekkert við skítnum. Svo ég varð að skipta yfir í volgt vatn – en alls ekki heitt.  Ég fór mjög varlega, satínfóðrið er sterklegt er þunna gegnsæja krepefnið er mjög viðkvæmt.

 

Svo viðkvæmt reyndar að það hljóp töluvert í þvottinum, þrátt fyrir allar varúðarráðstafanirnar.

 

Ég náði ekki að fjarlægja brúnu rendurnar alveg, en þær eru bæðu daufari og minni en áður. Þær ættu alveg að hverfa undir skinnkantinn núna.

Styttingin á pilsinu er ekki mikið vandamál.  Pilsasídd er ekki háð eins ströngum „lögmálum” í dag og hún var einu sinni svo ég stytti bara fóðrið svo það passaði við ytra pilsið.

Satínfóðrið krumpaðist ótrúlega mikið í þvottinum. Sérstaklega miðað við að það var þvegið mjög varlega í höndum, vatnið var bara lauslega kreist úr því og svo var kjóllin hengdur út í hægum andvara.

Það er sem betur fer auðvelt að strauja krumpurnar úr. Ég var samt ekkert að vanda mig við það. Kjóllinn á eftir að fara í póst og þá krumpast hann aftur.

Þegar ég byrjaði að sauma smellurnar í bryddinguna áttaði ég mig á því að ég átti bara fjórar. Það er ekki nærri nóg, ég þarf um það bil tíu. Þorpsbúðin er lokuð svo síðustu sporin þurfa að bíða mánudagsins.

Print Friendly

3 Comments

  1. Þú ert alger snillingur. Vá, hvað þér þætti nú gaman að koma í kjólabúðirnar í París, þessar með notuðu kjólana. Og til gamans get ég upplýst að önnur Parísardama komst að því um jólin að það var margfalt ódýrara að láta þrífa skinnjakka á Íslandi en hér í París.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *