At the Flea Market

Living in a small village is great. The closeness to nature, the wonderful light, the peace; I could go on and on.

But of course there are disadvantages too. One of the minor ones is not getting to flea markets nearly as often as I would like.

But the other day I was in the “big” city with my daughter and we happened to be near the biggest charity shop in Reykjavík just before opening time. There was already a cluster of very determent men outside the door. They looked at us newcomers, stern faced and suspicious and moved a bit closer to the door.  Three minutes before opening time the place was suddenly packed. All kinds of people took their place in the – not queue, the was not a queue, more a bunch or a disorganised group in front of the closed door.  Icelanders are not very good at queuing as a rule.

There were a lot of very stylish young ladies, an old bearded man that looked almost like a cartoon of Santa Claus, rather scruffy looking folks and sharply suited men. The group of men closest to the door became even more restless now and those in the very front sent hostile glances to us a bit further back.

When door finally opened everybody rushed in. There was a surprising amount of pushing and shoving and I would gladly have backed away with my daughter to let the others in before us, but that was not an option. There was to much pressure from those behind us.  So we just had to follow the surge of people and try not to fall down. I grabbed my daughters’ hand and soon enough we were inside. She was very uncomfortable by this unexpected throng so we just did a very quick round.

This is what I found:

A set of very pretty vine glasses. 

This Wood & Son plate, the pattern name is Dorset.

This little Masons bowl. The pattern is called Denmark.

And this cute embroidered match box holder.

Plus a quite good rucksack that I forgot to photograph. All in a all good “catch” for such a short visit. But also a very interesting experience. The men from the “front line” went for the book corner – a place that is usually my first stop in any charity shop or flea market. But not this time, it was too crowded, and my daughter was, as I said before, uncomfortable.

I like a good bargain as well as the next person, and I really like flea marked finds. But I’m not ready to push my way to them. Perhaps I’m just a wimp, perhaps I lack the “tiger” needed, I don’t know. But I just feel that I don’t need the things that much. And I suspect the people that push the most don’t need them any more than me.Það er sallafínt að búa í þorpi. Nálægðin við náttúruna, birtan, friðurinn, hreina loftið (nema þegar askan er) og svo margt annað.

Auðvitað fylgja því líka ókostir. Einn af þeim smærri er að ég kemst ekki nærri eins oft og ég vildi á flóamarkað.

En um daginn voru ég og heimasætan staddar í borginni, nálægt einum af stærri nytjamörkuðunum rétt áður en hann opnaði. Það var strax komið fólk fyrir utan svo við röltum þangað. Hópurinn fyrir framan dyrnar samanstóð af einbeittum þungbrýndum körlum sem tóku lítt eða ekki undir þegar ég bauð góðan daginn. Þeir færðu sig bara aðeins nær dyrunum og litu í mesta lagi á klukkuna.

Þremur mínútum fyrir áætlaðan opnunartíma fylltist svæðið allt í einu af allskonar fólki. Afar vel tilhafðar skvísur voru áberandi, fullorðinn maður sem leit út eins og jólasveinn á gamaldags jólakorti, bissnesslegir karlar, fremur tætingslegt fólk og allt þar á milli. Það myndaðist auðvitað ekki röð. Íslendingar eru ekki flinkir í röðum. Frekar svona stór klessa utan um innsta kjarnann, sem var nú farinn að ókyrrast verulega.

Um leið og hurðin opnaðist ruddist fólkið inn. Það var ótrúlega mikið um hrindingar og olnbogaskot og ég hefði glöð bakkað og hleypt liðinu fram fyrir mig, en það var bara ekki hægt. Þrýstingurinn var of mikill. Það var ekki annað að gera en halda fast í dótturina og láta sig berast með straumnum. Sem betur fer tók þetta fljótt af og það var ágætis pláss inni.

Heimasætunni fannst þetta verulega óþægilegt svo ég skutlaðist bara einn stuttan hring og fór svo með hana út. Þetta er það sem ég fann:

Fimm falleg vínglös. 

Wood & Son disk, munstrið heitir Dorset.

Litla Masons skál. Munstrið heitir Denmark.

Og þennan sæta eldspýtnastokkshaldara.

Svo fann ég líka ágætis bakpoka sem ég gleymdi að mynda.

Sem sagt ágætis uppskera, miðað við hvað ég var stutt inni. En þetta var líka áhugaverð reynsla. Karlarnir í framlínunni fóru flestir í bókahornið, en það er venjulega mitt fyrsta stopp líka. En ekki í þetta sinn, þar var of mikill troðningur fyrir heimasætuna.

Mér finnst gaman á flóamörkuðum og ekki verra að gera góð kaup. En ég er ekki tilbúin til að hrinda eða troðast. Kannski er það bara aumingjaskapur í mér, kannski vantar í mig villidýrið. En mér finnst mig ekki vanta dótið alveg svo mikið. Og ég er ekki viss um að þá sem hrinda mest vanti það eitthvað meira heldur.

 

Print Friendly

3 Comments

  1. Þó að ég sé mikill draslsafnari þá legg ég ekki í að fara í GH á hádegi. Þessi troðningur er óþolandi og sumir svo frekir og andstyggilegir að maður á ekki orð. Ég fer yfirleitt bara eftir vinnu og dunda mér í rólegheitunum, skítt með það þótt maður missi af “bestu kaupunum”.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *