The Ugly Butterfly Wreath

There is a cultural festival in the village this weekend. It’s a mixture of all kinds of festivities. Several concerts, a market, a course in magic tricks for children, exhibitions, just to name a few.

One of the traditions is to assign each street a color that each house should use for decorations. Our street is green and I decided to do a wreath made out of gift paper butterflies. I used the plastic kind, because the Vík is one of the wettest place in Iceland – and that is saying something.

In my head, the wreath was going to be pretty. A happy version of something like this perhaps.

In real life it is – well – funny. And quite ugly. But it’s very very bright and it IS green and I did hang in on my door.

It looks like this:

A bit like someone barfed some candy wrappings on my door – right?

In the (very) unlikely event that someone would want to recreate this, here is how:

Materials:

Some kind of wreath form.

Some kind of pliable wire

Pliers

Paper, cut into squares. You use two for each butterfly. One slightly bigger than the other.

Beads

A stapler

A paperclip or a clothes peg

 

I used a straw wreath form, because I had it already, but  foam one would probably be better.

 


I made the butterflies in different sizes. The biggest squares I used were  about 15X15 cm (6×6 in), the smallest 3×3 cm (1.2 x1.2 in)

First you concertina fold a square.

And keep it folded with a paperclip or a clothes peg while you fold another one slightly smaller.

And staple them together.

Repeat until you have enough butterflies.

Then you cut the wire into 5 cm/2 in pieces – as many as your butterflies. Thread a bead onto each wire and bend them.

Then you use the wires to fasten the butterflies to the wreath form.

Regnbogahátíðin víðfræga byrjar í dag. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg, tónleikar, sýningar, markaður, námskeið og margt fleira. Allar nánari upplýsingar eru hér.

Það er orðin hefð að hver gata setji upp skreytingar í ákveðnum lit í tengslum við hátíðina. Okkar gata er græn og ég ákvað að búa til grænan fiðrildakrans úr plast gjafapappír. Mér fannst of mikið bjartsýni að setja upp venjulegan pappír utandyra, þó veðrið sé reyndar frábært í dag.

Ég sá fyrir mér skemmtilegan, líflegan en fallegan krans. Frjálslegri útgáfu af þessum stíl kannski.

Útkoman varð – tja – fyndin og frekar ljót verð ég að viðurkenna.

Kransinn lítur svona út:

Svolítið eins og einhver hafi grýtt nammibréfum á hurðina, ekki satt?

Ef svo (afskaplega) ólíklega vildi til að einhverjum langaði að búa til svona þá er aðferðin hér:

Efni:

Grunnur, frauðkrans, eða annað.

Sveigjanlegur vír

Töng

Pappír, klipptur í ferninga. Það þarf tvo í hvert fiðrildi. Efri ferningurinn þarf að vera aðeins stærri en hinn. Hversu mikið stærri skiptir ekki máli, þetta eru ekki nákvæmnis vísindi.

Perlur

Heftari

Bréfaklemma eða þvottaklemma.


Ég notaði strákrans því ég átti svoleiðis, en krans úr frauðplasti væri eflaust þægilegri.

 


Fiðrildin á mínum kransi eru í mismunandi stærðum, stærsti ferningurinn var 15×15 cm, sá minnsti 3×3 cm. Það er líka hægt að hafa þau jafn stór og hver veit nema að það yrði fallegra?

 


Fyrst brýtur þú stóran ferning í harmoniku, horn í horn.

Gott er að halda honum í brotunum með bréfaklemmu eða þvottaklemmu á meða aðeins minni ferningur fær sömu meðferð.

Og svo eru þeir heftaðir saman.

Þetta er svo endurtekið þangað til komin eru nógu mörg fiðrildi til að fylla kransinn.

Þá er kominn tími til að klippa vírinn í um það bil 5 cm búta – jafn marga og fiðrildin, beygja það aðeins og setja perlu á hvern.

Þeir eru svo notaðir til að festa fiðrildin á hringinn.

Print Friendly

2 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *