Felting, Before and After


Machine Felting

This is the base for my new embroidery piece.

Before felting it measured 33x50cm (13×19.5 in)

(Yarn: two strands of plötulopi, 7mm needles).

After one round of machine felting at 60°C (140 F):

it measures 20x36cm (7.8×14 in). Pretty even and not curled up at the edges. So I’m pleased.

Þæfing í þvottavél

Þetta er grunnurinn fyrir nýja útsaumsstykkið mitt.

Fyrir þæfingu var það 33x50cm.

(Garn: tvöfaldur plötulopi, prjónar nr. 7).

Eftir eina umferð í vél, við 60 gráður:

Þá er stykkið 20x36cm. Það er nokkuð jafnt líka, slétt og fínt, svo ég er ánægð.

Print Friendly

2 Comments

  1. Mér finnst saga þæfingar svo skemmtileg. Hér áður fyrr var enginn hlutur úr ull tilbúinn fyrr en eftir hæfilega þæfingu og gilti þá einu hvort um var að ræða vefnað eða prjón. Svo kom tímabil þar sem flíkur töldust handónýtar ef þær þófnuðu og nú er þæfing í tísku. Mér er minnisstætt að félagi minn í Kaðlín talaði um jakkapeysu sem hún prjónaði en ónýttist í þvotti. Ég varð forvitin og fékk hana til að sýna mér hana, sem betur fór hafði hún ekki komið því í verk að henda henni. Ég manaði hana svo til að setja flíkina í sölu og hún tregðaðist við lengi en lét svo til leiðast og jakkapeysan fína seldist nánast strax.

  2. Skemmtileg saga af jakkapeysunni. Núorðið finnast mér vettlingar eiginlega ekki tilbúnir nema aðeins þæfðir, en ég er líka svo mikil kuldaskræfa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *