Pajama Pants

I have moved from the village, but the apartment I’m moving into isn’t free just yet so I’m staying with family for the time being. That means I only have the bare necessities with me. But I did bring some half made pajama pants for my daughter. I had cut them, but had yet to sew them up.

I finished them this morning. On a borrowed machine of course, but a very familiar one. It’s the same colour as my trusted old Husqarna and just as old. But it’s a Bernina.

Pins or no Pins

All my pins are packed away, and I certainly didn’t want to buy any, sewing supplies are ridiculously expensive in Iceland. So I decided to do a little experiment. Could I sew up the pants, AND match up the stripes, without pins or any such help?

I often sew like that, just holding the fabric with my hands, but when I want to march up stripes I usually pin the fabric securely.

But not this time.
I took care to hold the pieces together correctly. The tended to slide apart as soon as I let go, as you can clearly see on the photo below.

The experiment went really well. The stripes fit, almost all over,

except in one place on the side.
Sewing the pants took approximately half an hour, including taking the photos.

Free Pajama Pants Patterns

I didn’t use a pattern. I used old pants as a guide. My method is similar to this one . There are many free pattern and guides on the net here is one and here is another.Þó ég sé flutt, þá er ég ekki enn lent svo að segja. Íbúðin sem fjölskyldan flytur í er ekki laus alveg strax, svo við erum í bráðabirgðahúsnæði. Það þýðir að mest af okkar dóti er í kössum og við erum bara með það allra nauðsynlegasta uppi við.

Ég tók samt með mér náttbuxur sem ég var búin að sníða og átti bara eftir að sauma saman. Í morgun tók ég mig svo til og dreif það af. Það var auðvitað á lánsvél, sem er þó merkilega lík minni gömlu Husquarna, svipuð á lit og í sama aldursflokki, en af hinu eðla merki Bernina.

Títuprjónar eða ekki

Hvað um það, títuprjónarnir mínir eru lengst ofan í kassa og ég hafði enga við höndina. Mér datt ekki í hug að kaupa nýja, allt saumadót er fáránlega dýrt. Svo ég ákvað ég gera smá tilraun og athuga hvort mér tækist að sauma saman buxurnar OG láta rendurnar passa, án þess að festa þær saman fyrst (með títuprjónum, þræði eða öðru).

Ég sauma oft án þess að nota títuprjóna, en röndótt næli ég alltaf saman til að rendurnar passi nú örugglega.

En ekki núna sem sagt.

Ég vandaði mig að halda stykkjunum rétt saman. Þau vildu skríða í sundur um leið og ég sleppti þeim, eins og sést vel á myndinni hér fyrir neðan.

Þetta gekk vonum framan. Rendurnar passa næstum alls staðar saman,

nema á einum stað á hliðinni.

Það tók um það bil hálftíma að sauma buxurnar.

Náttbuxnasnið

Ég notaði ekki tilbúið snið heldur studdist við gamlar náttbuxur. Aðferðin er sirka svona. Það eru mikið af leiðbeiningum og ókeypis náttbuxna sniðum á netinu, Til dæmis hér oghér.

Print Friendly

2 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *