Doktor, doktor.


Á morgun leggst ég í ferðalög. Því miður er ekkert spennandi á dagskrá, bara þessi venjulegi læknarúntur. Ég hitti bara tvo eða þrjá í þessari umferð og stoppa því stutt við. Ég ætla að reyna að komast í einhverjar heimsóknir í leiðinni, en það fer þó eftir líkamsástandinu.

Listinn


Mínir örfáu en þónokkuðgóðu lesendur eru smám saman að frétta af upprisunni. Þeir sem sakna “sín” af tenglalistanum þurfa þó hvorki að móðgast eða örvænta, þetta kemur allt smám saman. Svo ætla ég líka að setja upp ( ja eða láta ungu dömuna setja upp) montsíðu með myndum af nýlegum hannyrðum. Því væri prýðilegt ef … [Read more…]


Afmælið fór vel fram (er mér sagt) og þó nokkuð sé liðið síðan amman hélt barnaafmæli síðast hefur hún engu gleymt. Litla daman fékk margar afmælisgjafir, flestar meira eða minna bleikar. Hún og drengurinn fór í veislu í nágrannaþorpinu strax á eftir og gistu þar. Húsbóndinn er í vísitasjón á Akureyri svo það er rólegt … [Read more…]

Sunna

,,Upp er runninn hvítasunnu daaaaagur….” þessi alþekkti sálmur laumaði sér inn í hausinn á mér í morgun um leið og sólin vakti mig. Fyrir nokkrum árum söng ég hann í messu í nágrannaþorpinu með kirkjukór staðarins. Ekki finnst mér sálmurinn fallegur og ég hef ekki heyrt hann síðan, en hann ruddist upp úr mínu götótta … [Read more…]

Afmæli

Litla daman átti sjö ára afmæli í gær. Það var auðvitað merkisdagur og ekki verður dagurinn í dag síðri. Klukkan tvö mæta nefnilega níu prúðbúnar smámeyjar til veislu sem amma og unga daman sjá um. Ég hef nefnilega ekki enn heilsu til að umgangast marga í einu (og alls ekki börn) svo ég verð í … [Read more…]

Halló

Jæja, góðir hálsar. Vestanpósturinn er upprisinn þó ég sé ekki enn laus við veikindin. Aftur á móti var mjög góð kona svo rausnarleg að senda mér glænýja tölvu – sem varð til þess að tengingarmál heimilisins voru (loksins) endurskoðuð. Svo sendi lítill fugl mér enn minni myndavél með eindreginni hvatningu um að endurvekja Vestanpóstinn. Þegar … [Read more…]