Think of Me

My “Baby” in rehearsal today. She is an absolute beginner, she has not had a proper singing lesson in her life but I am helping her a little bit.

Heimasætan á æfingu í dag. Hún er alger byrjandi, hefur aldrei í söngtíma komið, þó ég sé aðeins að hjálpa henni.

The Voice of the Icelandic Nation

This is Halldór Gunnar Pálsson. He is a guitar man, a choir director, a composer and a man on a mission. He got the wonderful and altogether crazy idea to capture the voice of the nation in his new song. He figured that 10% of the nation would suffice and he is travelling the country to record the voices of volunteers who sing the chorus under is direction. Everyone is welcome to participate, young and old, experienced singers and beginners alike.

Halldór is a wonderful friendly guy and a family friend too. My husband was his guitar teacher for four years and they have been friends ever since. He visitied Vík on his round tour and recorded those who turned up to sing.

The song won’t be public until it’s ready, but here is the very easy chorus he is teaching the nation to sing:

 

Þetta er Halldór Gunnar Pálsson. Hann er, eins og þjóð veit, gítarleikari, kórstjóri, lagahöfundur og annálað ljúmenni. Hann er líka maður með stóra hugmynd. Hann ætlar að taka upp rödd þjóðarinnar inn á nýja lagið sitt, nánar til tekið 10% eða 30.000 manns. Til að ná því marki ferðast hann um landið og tekur upp söng þeirra sem vilja vera með. Allir eru velkomnir, smábörn og gamalmenni, vant söngfólk og algerir byrjendur.

Halldór er fyrrverandi nemandi húsbóndans og fjölskylduvinur. Hann heimsótti að sjálfsögðu Vík á hringferð sinni og tók upp söng þeirra sem mættu í Tónskólann að hitta hann.

Lagið verður ekki gert opinbert fyrr en það er alveg tilbúið, en hér er viðlagið sem Halldór er að kenna þjóðinni:

 

THE Dress and the Singing Competition

Boy, did we have an exiting weekend.

As my regular readers know, my youngest and her friend participated in a national youth singing competition on Saturday, that was broadcast live on television.

The day started early with a sound check and hair-curling. I had bought a new cone shaped curling iron for the occasion (and for her confirmation too) and tried it out the day before. I’m not bad at curling hair, but it does take time on thick long hair! A full hour or so.

Then it was time for light makeup and warm-ups. And a lot of waiting. My girl and her friend were the second last act, nr. 29 of 30. The wait was a bit nerve wracking for them, but once on stage, they were calm and poised. Their performance was flawless, and they were very well received. They did not place among the top three though.

Here are some shots from the “green room”, reveling the dream dress that some have been waiting to see.

Some of the accompanying moms brought their knitting:

They were without a doubt the one of the best dressed acts. Note the sneakers on the second photo. My daughter not only sang, but played the piano as well. The venue only offered an electric piano and the pedals on those are really small and hard to feel in heels. So she wanted flat soft shoes, and decided to wear her new sneakers. Why she wore the woolen socks too, I do not know.

You can watch them here. Update: There is still a bit of trouble with the webcast. The sound starts at 141 minutes but the image at 236 minutes…

On Sunday, the Vík Cheerleaders with my daughter as captain, cheered the local basketball teams last home game this season. Two of our “veteran” cheerleaders, that have moved away, were visiting and they joined in. We also regained a very skilled member that day, and one extra guest too, so the half time performance was extra special.

Something else entirely:

IMG_8434Síðasta helgi var nokkuð sérstök.

Eins og fastir lesendur vita, þá var kepptu heimasætan og vinkona hennar í Samfestingnum, söngkeppni Samfés 2012 á laugardaginn. Keppnin var send út beint á Rúv.

Dagurinn byrjaði snemma með hljóðprufum og hárgreiðslu. Ég var búin að fjárfesta í afar fínu keilukrullujárni sem einnig verður nýtt þegar að fermingargreiðslunni kemur. Það tekur rétt um klukkutíma að krulla svona þykkt hár, get ég upplýst þá sem ekki hafa prófað.

Eftir upphitun og létta snyrtingu var komið að langri bið. Dömurnar voru næst síðastar á dagskránni, nr. 29 af 30. Biðin reyndist þeim nokkuð erfið, en þegar á sviðið var komið voru þær alveg rólegar og yfirvegaðar. Þeim tókst afar vel upp og þeim var mjög vel tekið. Þær komust þó ekki í verðlaunasæti.

Hér eru myndir frá ,,græna herberginu”. Þar má líta kjólinn, sem sumir hafa beðið eftir að sjá.

Sumar af mömmunum nýttu biðtímann vel:

Þær voru án efa á meðal allra best klæddu keppendana. Takið eftir strigaskónum. Heimasætan bæði söng og spilaði á píanó. Það er ekki boðið upp á annað en rafmagnspíanó í Laugardalshöllinni, en pedalarnir á þeim eru bæði litlir og hálir. Þess vegna vildi hún vera í sléttum og mjúkum skóm – og valdi sem sagt nýju strigaskóna. Ég veit hinsvegar ekki hvers vegna hún valdi að vera í ullarsokkum….

Það má heyra þær og sjá hér . Leiðrétting: Það er enn örlítið vesen á vefútsendingunni, svo að hljóðið byrjar á 141 mín, en myndin á 236. mín.

Sunnudagurinn var líka fjörugur. Kötluklappstýrurnar hvöttu síðasta heimaleik körfuknattleiksliðsins á þessari leiktíð. Tvær af ,,gömlu” liðsfélögunum” sem eru fluttar burt, voru í heimsókn og þær tóku þátt. Við endurheimtum líka afar færa stúlku þennan dag og fengum einn auka gest líka, svo sýningin í hálfleik var afar skemmtileg.

allt öðru:

IMG_8434

Not Dead

You might not think so, from the activity on this page – but I’m actually both alive and relatively well too.
I have been working on an CD cover for a band from the village, and as this is my first assignment of this nature, it did take a lot of time and effort.

But it went to the printers this afternoon and I hope it turns out all right.

I made this “video” for fun, it’s the title song from the CD and some photo’s I took to decorate it. Some are from the album cover, some are older.

Ég er á lífi, þó virkni á þessari síðu gæti bent til annars.
Undanfarið hef ég verið að búa til geisladiskahulstur fyrir hljómsveitina Granít, sem ættuð er héðan úr Vík. Þar sem ég hef ekki tekið að mér svona hluti áður, tók þetta ansi langan tíma, en núna kann ég alveg slatta á InDesign en það forrit hafði ég aldrei opnað áður en ég byrjaði á þessu.

Þetta hefði aldrei tekist ef tengdasonur minn elskulegur hefði ekki hjálpað mér, bara svo það sé á hreinu.

En nú eru stansarnir farnir í prentsmiðjuna. Ég vona bara að umslagið verði flott og að karlarnir verði ánægðir.

„Myndbandið” setti ég saman að gamni, þetta er titillag disksins. Bimma be be.
Og ég fékk að ráða nafninu – spáið í það!

Don’t Think Twice, it’s Alright

This is my lovely stepdaughters (Icelandic) cover version of the famous Dylan song. This is a family project, her father arranged the song and played the instruments, I translated the lyrics and took the pictures.

Þetta er túlkun ungu dömunnar á lagi Dylans Don’t Think Twice, it’s Alright.
Upptakan var fjölskylduverkefni, húsbóndinn útsetti, spilaði á hljóðfærin og tók upp og ég þýddi textann og tók myndirnar.