Furniture Feet – a free pattern


These are well known to my regular readers. But I think they deserve a home on my new page. So here they are again – my furniture feet. They are still in use and they work very well.  There are several versions of them on ravlery, some white as the driven snow, some striped and some colorful.

Here is the very simple pattern so you can make you very own furniture feet to protect your floor and eliminate that irritating chair scratching!

Furniture feet

Materials: Ístex plötulopi (Icelandic unspun wool). The yarn is used triple in this project. You can also use Álafoss lopi or other bulky feltable wool.

6 mm (US 10) dpns
A darning needle

Gauge: An exact gauge is not important as the “socks” are heavily felted. But it’s recommended to knit the rather loosely to facilitate the felting. So if you know yourself to be a tight knitter you might consider to go up a needle size.

Size: These “socks” fit chairs that are appropriately 3.5cm a side, that is 14 cm a round. That means that each cm (0.4in) on the chair leg equals one stitch cast on. So you can very easily calculate how many stitches you need for just your chairs.

Tips on plötulopi

The plötulopi is used triple in this project. That is you knit with three strands of the yarn. You can knit directly from the plates or you can gently wind three strands together by taking the end from the centre and the end from the outside of the plates. Plötulopi is rather fragile. If the yarn breaks you simply overlap the ends a bit and continue as nothing had happened.

Cast on 14 stitches loosely with three strands of plötulopi and distribute them on dpn’s. Join, be careful not to twist. Knit 20 rounds.
*k2tog* all the next round = 8 stitches
*k2tog* all the next round = 4 stitches

Break the yarn and thread through the remaining loops. Pull  tight and secure the ends.

Now the “sock” should look something like this :

When you have made three more (or as many as you want), it’s time for the really interesting part: the felting.

The felting

There are two schools on this. Those who hand felt and those who machine felt. Machine felting is much faster and easier, but it requires some care as each machine felts differently. So if you haven’t felted before, it can be a good idea to start with a short programme and a low heat (40°C – 32 F) and increase if that is not enough. It’s a good idea to use a washing bag or something similar and two old towels or so to increase agitation. You want the “socks” to be really tight, so tight in fact that you have to use considerable force to put them on. That way they stay put.
They probably look like a mess after the felting process,

but don’t worry, you can form them when wet and all creases even out when you force them on the chair leg.

It’s best to form them on the chair leg and then remove them carefully to dry.
Don’t be afraid to use a little violence, the felted fabric can stand a lot of pulling and tugging.
Let the socks dry completely before you put them in use.

To hand felt you need a basin or a sink filled with hot water. Add a few drops of dish-washing liquid and use your hands to swish the wool around and rub it together. You need a lot of agitation so rubber gloves are a good idea. Felting by hand can take a long time so patience is the key. When done, rinse the socks well, squeeze out the water and let dry.

Húsgagnahosur

Vegna fjölda – já í alvöru fjölda – áskorana kemur uppskriftin af húsgagnahosunum hér á íslensku.

Húsgagnahosur

Efni:Þrefaldur plötulopi .

6 mm sokkaprjónar
Stoppunál

Prjónafesta: Nákvæm prjónafesta skiptir ekki máli þar sem ,,hosurnar” eru þæfðar í kássu. En það er gott að prjóna þær fremur laust til að þær þæfist betur. Svo ef þú prjónar fast þá er ráðlegt að nota að minnsta kosti einu númeri stærri prjóna.

Stærð: ,,Hosurnar” passa á stólfætur sem eru um það bil 3,5 cm á kant, það eru 13 cm hringinn. Það þýðir að hver cm á stólfætinum jafngildir 1 uppfitjaðri lykkju. Svo það er mjög auðvelt að reikna út hversu margar lykkjur þarf fyrir hvaða stærð af stólum sem er. Ef stólfóturinn þinn er t.d 16 cm í ummál þá fitjar þú upp 16 lykkjur.

Um plötulopa

Plötulopinn er notaður þrefaldur í þessu stykki. Þú getur prjónað beint upp úr plötunum eða undið þrjá þræði saman í hnykil.

Fitjaðu laust upp 14 lykkjur og tengdu þær saman í hring. Prjónaðu slétt 20 umferðir.
Úrtaka:
21 umferð: Prjónaðu tvær lykkjur saman út umferð
22 umferð: Prjónaður tvær lykkur saman út umferð.
Nú eru 4 lykkjur eftir.

Slíttu frá og þræddu garnið í gegn um lykkjurnar. Dragðu þær varlega saman. Þá er bara eftir að ganga frá endunum.

Þá ætti hosan að líta svona út :

Þegar þú ert búin að gera eins margar hosur og þú vilt er komið að þæfingunni.

Að þæfa

Hér eru að minnsta kosti tveir möguleikar í boði, að þæfa í vél eða í höndum. Það er að mínu mati miklu auðveldara að þæfa í vél en það krefst þó smá aðgæslu því að vélar þæfa mjög mismunandi mikið. Svo ef þú hefur ekki þæft áður er gott að byrja með stuttu prógrammi og lágum hita (40°) og auka í ef það er ekki nóg.

Það er gott að nota koddaver með rennilás eða eitthvað svipað til að vernda vélina og gamlar gallabuxur til að auka þæfinguna. Hosurnar þurfa að verða virkilega þröngar, svo þröngar að þú rétt getir troðið þeim á fótinn. Þannig tolla þær á, þó að stólnum sé lyft.
Hosurnar líta væntanlega illa út þegar þær koma úr vélinni, allar í klessu og líkjast helst kúluskít en það er ekkert áhyggjuefni.

Það er auðvelt að móta þær á meðan þær eru blautar og það er óhætt að nota þó nokkurn kraft, þæfð ull þolir heilmikið tog og ofbeldi. Það er best að móta þær á stólfætinum, en taka þær svo varlega af og láta þær þorna.
Hosurnar þurfa að þorna alveg áður en þær eru teknar í notkun.

Print Friendly